
Leiðbeiningar um sannprófun á rafhlöðum frá Nokia
Notaðu alltaf rafhlöður frá Nokia til að tryggja öryggi þitt. Til að ganga úr skugga um
að þú notir ósvikna Nokia rafhlöðu skaltu kaupa hana af viðurkenndum söluaðila Nokia
og skoða heilmyndarmiðann líkt og lýst er í eftirfarandi skrefum:
Þó svo að þessum skrefum sé fylgt nákvæmlega er það ekki fullkomin trygging fyrir því
að rafhlaðan sé ósvikin. Hafir þú minnstu ástæðu til að ætla að rafhlaðan þín sé ekki
ósvikin Nokia rafhlaða skaltu ekki nota hana heldur fara með hana til viðurkennds
þjónustu- eða söluaðila Nokia og leita aðstoðar. Viðurkenndir þjónustu- og söluaðilar
Nokia kanna hvort rafhlaðan sé ósvikin. Ef ekki er hægt að staðfesta sannvottunina
skaltu skila rafhlöðunni til söluaðilans.